Fyrir stuttu birtu Pjattrófurnar greinina “Tvö trix í Instagram” þar sem farið var í gegnum hvernig orð eru tögguð ásamt því hvernig er hægt að hafa samskipti við fólk á milli mynda.
Ég hef tekið eftir því að margir erlendir ljósmyndarar sem nota Instagram eru oft að setja broskalla og allskonar litlar myndir þegar þeir kommenta og hef ég verið að velta fyrir mér hvernig það er gert.
Ekki var nú flókið að finna út úr því, en með einu gúggli kom lausnin.
1. Farðu í Settings
2. Smelltu á General
3. Smelltu á Keyboard
4. Smelltu á International Keyboards
5. Bættu við “Add new keyboard” Emoji
Farðu aftur í Instragram
Veldu að kommenta við mynd, en nú er komin hnöttur við hliðina á Bil hnappnum og þar skiptir þú yfir í broskallana 🙂
Þetta er einnig hægt að gera á iPad! Prófaðu 🙂
Annars er einnig frá því að segja að Facebook sendu frá sér tilkynningu í dag um að þau hafa keypt Instagram, fyrir “aðeins” einn milljarð dollara.
“Meira en 27 milljónir notenda hafa sótt Instagram smáforritið fyrir iPhone, iPad og iPod touch frá Apple frá því Instagram kom fyrst á markað seint á árinu 2010. Annar stofnenda Instagram, Kevin Systrom, greindi frá þessu í síðasta mánuði þegar verið var að kynna vinnu við útgáfu Instagram fyrir Android síma en Apple valdi Instagram smáforrit ársins 2011,” segir hjá mbl í dag.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.