Hver kannast ekki við það að eiga í vandræðum með að finna sameiginlegan tíma fyrir vinahópinn til að hittast ?
Doodle er vefur sem er búinn að finna lausn á því vandamáli en það eina sem þú þarft að gera er að stinga upp á tíma, bjóða vinum og staðfesta hittinginn.
Það er einnig hægt að tengja gmail reikninginn þinn við Doodle, Outlook, iCal og Exchange reikninga og hjálpar Doodle manni að losna við endalausa ping pong tölvupósta þar sem fólk segist geta komið á þessum degi, en ekki hinum og svo framvegis.
Doodle kostar ekkert og er alveg þess virði að prófa næst þegar þú ert að skipuleggja vinarmót.
Hér er hægt að ná í Doodle forrit fyrir Android síma og hér er hægt að sækja fyrir iPhone.
[vimeo]http://vimeo.com/30076162[/vimeo]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.