Ég hef verið meidd á hné í smá tíma og því ekki getað farið út að hlaupa sem ég vil helst gera á hverjum degi. Í staðinn hef ég passað meira en vanalega upp á mataræðið.
Það sem hefur hjálpað mér einna helst við að passa upp á hvað ég set ofan í mig er TwoGrand, app sem er myndræn matardagbók. Þú tekur einfaldlega mynd af matnum þínum og getur skrifað lýsingu t.d. hvað er í réttinum, hitaeiningar og innihald. Svo er hægt að skrá inn hreyfingu dagsins og fylgjast með og setja markmið um daglega vatnsneyslu.
Það er algjörlega frábært að geta búið til svona einfalt yfirlit yfir matarneysluna en ég skrái allt, nammið líka.
Þó að einhverjum gæti fundist það feimnismál að sýna öðrum “syndir” sínar þá finn ég ekki fyrir því vegna þess að flest allir skrá sínar “syndir” líka.
Einnig er engin pressa að vanda sig við að taka myndir, flestir smella af og birta strax. Engin sýndarmennska, sem er mjög hressandi í þessum stafræna plastheimi sem við tilheyrum.
Fyrst þegar þú opnar TwoGrand getur þú valið að svara spurningum sem að appið vinnur síðan úr í þeim tilgangi að finna fólk sem er svipað þér, þ.e.a.s. í svipaðri þyngd og hæð, vill ná sama árangri og hreyfir sig álíka mikið.
Þá getur þú séð hvað aðrir eru að gera sem vilja ná sama árangri og fengið hugmyndir að mat og venjum. Þú getur einnig skoðað hvað aðrir gera sem eiga ekki jafn mikið sameiginlegt með þér.
Lýsing appsins: “Engin megrun. TwoGrand gerir þér kleift að skrá matarvenjur þínar á fljótlegan máta og er eina þyngdartaps appið sem leyfir þér að fylgjast með matarvenjum fólks sem vill vera í sömu þyngd og þú.”
Þetta app hentar mér fullkomlega vegna þess að:
a) Mér leiðast bindindi, boð og bönn og megranir eins og “nú ætla ég ekki borða kolvetni í hálft ár” eða “borðum-ekki-sykur-í- mánuð-mánuðurinn”.
b) Ég hef lítinn áhuga á mat og finnst leiðinlegt að elda. Appið gerir mér kleift að sjá hvað aðrir notendur svipaðir mér eru að gera í sinni rútínu, ég fæ t.d. hugmyndir að einföldum og fljótlegum uppskriftum.
Það kom mér skemmtilega á óvart hvað ég passa mikið við notendur frá Asíu eða af asískum uppruna. En það er svo sem ekkert skrítið. Ég er frekar smágerð, 1.58 (og stolt), er mjög opin fyrir framandi og “skrítnum” mat og eins og fyrr segir leiðir appið saman svipaða notendur. Gaman!
Hér er vefsíða TwoGrand. Þaðan getur þú farið inn á Facebook, Instagram og Twitter appsins. Appið sjálft finnst sem TwoGrand: Visual Food Journal í Google Play Store og það er frítt.
Elska þetta, elska þetta, elska þetta. TwoGrand, myndræn matardagbók. Addaðu mér: fanney.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.