Sá útlitslegi stíll sem heillar mig hvað mest er stílhreinn, fágaður og klassískur.
Ég varð því ótrúlega hrifin og heilluð þegar ég sá fyrst hálsmenin frá Twin Within. Það sem greip mig fyrst við hönnunina var hversu stílhrein hún er, samt alveg einstök og fljót að fanga athygli fagurkera og pjattrófu 💞
Búið til í höndum og hannað af ást og umhyggju
Öll hálsmenin frá Twin Within eru handgerð. Þetta eru “statement” hálsmen en fáguð í leiðinni. Ég hafði fyrst séð þau í versluninni Hrím á Laugarvegi og dreymdi lengi um að kaupa eitt slíkt.
Ég lét svo verða af því að eignast þetta og pantaði mér Capri festi frá þeim fyrir mars. Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum, ég dýrka það!
Seinna fékk ég svo Elbu festi að gjöf og ég er líka alveg brjálæðislega ánægð með hana!
Búið til á Filipseyjum af mæðrum í neyð
Fyrirtækið er rekið af Kristínu Maríellu sem er gömul skólasystir mín úr grunnskóla. Hún stofnaði upphaflega fyrirtækið með systur sinni en sér núna ein um reksturinn ásamt manninum sínum. Þau hjónin búa í borginni Singapore ásamt tveggja ára dóttur.
Það sem gerir Twin Within líka að einstöku merki er framleiðslan á festunum. Twin Within starfar með mannúðarsamtökunum FOCOLARE sem eru staðsett á Filippseyjum. Konurnar sem búa til hálsmenin eru mæður í neyð og eru allar festarnar handgerðar af þeim en þessar konur hafa ekki marga kosti í sínu heimalandi og því er góðverk unnið með því að útvega þeim þetta starf.
Ef þú ert fyrir fallega hönnun þá mæli ég eindregið með að kíkja á festarnar í Hrím eða í Mýrinni. Þær eru svo fallegar.
Svo er líka hægt að panta bara beint af heimasíðu Twin Within og einmitt núna er 20% afsláttur af öllum festunum! Þú slærð einfaldlega inn kóðann ‘TWINWITHIN20’ þegar þú greiðir.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður