Ég var fengin til að skrifa grein í Læknanemann, tímarit læknanema. Greinin er útlistun á einkennum lækna eftir því hvaða stjörnumerki þeir tilheyra.
Ég er nú þegar búin að birta vatnsberann, fiskinn, hrútinn og nautið. Hér kemur tvíburinn.
Þarf að bjarga spítalanum frá niðurskurði og gjaldþroti? Tvíburinn kippir í nokkra spotta, innheimtir greiða hér og þar og stendur fyrir góðgerðasamkomu sem verður til þess að nógu mikið fjármagn safnast til að halda rekstri spítalans áfram og gefa öllum starfsmönnum ferð til Ibiza í jólagjöf (það verður að vera eitthvað fjör líka).
Tvíburinn mun svífa á milli vel stæðra aðila og tala þá til því tjáskipti og sannfæringakraftur eru meðfæddir hæfileikar tvíburans.
Læknir í tvíburamerkinu mun sennilega aldrei hætta að læra. Þegar hann er búinn að læra heimilislækninn vill hann bæta við sig geðlækningum, fer svo út í lýtalækningar o.s.frv. Einfaldlega vegna þess að a) hann er svo forvitinn, lærdómsfús og gáfaður og b) hvíld er uppskrift að leiðindum að hans mati.
Frægir tvíburar: Angelina Jolie, John F. Kennedy og Marilyn Monroe.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.