Britney Spears er mætt með tvo nýja ilmi, The Nice Remix og The Naughty Remix, sem byggjast á sömu tónum og hið geysivinsæla Fantasy ilmvant sem hún setti á markað árið 2005.
Hugmyndin á bak við The Nice Remix og The Naughty Remix er sú að minna okkur á ungu stúlkuna sem dreymir unga ást og ævintýri en hefur líka fantasíur sem geta verið dálítið óþekkar en líka góðar.
Ef þér líkaði Fantasy ilmvatnið þá muntu elska þessa ilmi, auðvelt er að finna hvað hver og ein vill vegna þess að eitt er þyngra en annað léttara.
The Nice Remix:
Er létti ilmurinn sem hentar betur á daginn. Það er sætt, rómantískt og létt. Geislandi ávaxtatónn sem gefur smá keim af kiwi og blandast við blómailmi eins og jasmín og musk sem lýsir upp ilminn.
[usr 3.5]
The Naughty Remix:
Er aðeins þyngra en The Nice Remix, þó ekki of þungt. Þar eru dregnir fram tónar sem eru munúðarfullir og mjúkir. The Naughty Remix hentar því vel á kvöldin, þegar þú ferð út á lífið eða ert í ögrandi skapi. Það er dökkt og framandi, með þyngri tóna eins og viðartóna og tóna af blóminu Orkidea. Einnig hefur það léttari ilmi eins og jasmín og hvít súkkulaði.
[usr 4.5]
Mér líkar báðir ilmirnir en finnst þó The Naughty Remix henta mér betur. Það er góður ilmur í þyngri kantinum en samt ekki of þungur, ég er t.d. ekki vön að nota þunga ilmi. Undanfarið hef ég notað The Naughty Remix dagsdaglega því mér finnst hann henta vel á daginn þó hann flokkist sem kvöldilmur.
“Fantasy is truly an unforgettable scent. Remixing the original notes to create new fantasy scents gives my fans and me more ways of expressing our inner fantasies – whether they’re naughty or nice.” – Britney Spears.
Svanhildur Guðrún sporðdreki sem fæddist árið 1993, sama ár og Spice Girls urðu til. Hún er förðunarfræðingur, útskrifuð úr Reykjavik Makeup School með næst hæstu einkunn úr sínum bekk. Svanhildur hefur óþrjótandi áhuga á förðun og öllu sem henni við kemur, en líka á heilsu, hreyfingu, útivist og Friends. “Friends þáttur á dag kemur skapinu í lag,” er hennar mottó > facebook.com/svanhildurmakeup