![[mynd: guðný hrönn antonsdóttir]](https://i0.wp.com/pjatt.is/wp-content/uploads/2014/07/teikning-varir-800x872.jpg?resize=342%2C372)
Sigrún (37) hringdi í Önnu Kristínu (38) til að skipuleggja hitting í happy hour í vikunni á eftir.
Anna Kristín var til í að hitta hana og sagði strax „…að það væri æðislegt“ og það alveg án þess tékka á því hvort manninum hennar væri ekki pottþétt sama.
Sigrún sagði : „Ég stakk ekki upp á neinum sérstökum stað, fannst það aðeins of mikið, en við töluðum bara um að tala saman aftur“.
„Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá velti ég því fyrir mér á meðan á samtalinu stóð hvort þetta væri í alvöru mjög góð hugmynd. Það er gaman að hitta vinkonur en það er svo þreytandi að fara út á kvöldin. Maður er búinn á því eftir vinnuna.“
Anna Kristín sagði: „Mér leist strax vel á uppástunguna, ég talaði meira að segja um að við myndum smala fleirum að hitta okkur, en ég nefndi engin nöfn samt.“
„Við í raun féllumst á að við værum tæknilega séð að fara að hittast á ónefndum stað, mögulega með fleiri stelpum, á einhverjum tímapunkti.“
„Það er aldrei að fara að gerast.“
Sigrún sagði: „Ég held ég sleppi því bara að hringja og ég vonast til að hún hringi ekki í mig.“
„Einhvernveginn fær þetta mig bara til að hugsa um dauðann.“
(þýtt og endursagt af the daily mash)

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.