Túrban á sér nokkuð langa sögu innan tískuheimsins og hann virðist alltaf poppa aftur og aftur upp. Ef maður skoðar sýningar fyrir vor/sumar 2011 þá rekst maður á túrbana á nokkrum pöllunum, til dæmis hjá Jason Wu, Giorgio Armani, Andrew Gn og Vena Cava.
Ég held að þetta trend sé yfirleitt eitthvað sem fólk annaðhvort hatar eða elskar…
Túrbaninn á sér skemmtilega sögu en hann varð vinsæll í seinni heimsstyrjöldinni, þá var hann notaður af konum sem unnu í verksmiðjum og vildu ekki að hárið sitt flæktist í vélunum sem þær unnu við. Túrbaninn var þá líka notaður til að fela óhreint hár en sápa var dýr á þessum tíma þannig að konur gátu ekki þrifið hár sitt eins oft og þær hefðu viljað. Svo þróaðist þetta og varð að vinsælu tískutrendi.
Í dag er túrbaninn aðallega bara flottur aukahlutur en getur auðvitað hlýjað köldum eyrum líka.
Þið sem hafið séð seinni Sex and the City myndina munið eflaust eftir því að Carrie var dugleg að nota alskyns höfðuföt og hárskraut og kom til dæmis einmitt tvisvar fram með túrban á hausnum.
Það er ekki beint mikið úrval í búðum í dag þegar það kemur að þessu trendi en það er ekkert mál að sauma eða binda túrban úr slæðu. Fyrir þær gellur sem finnst of mikið að vera með túrban á hausnum þá er hægt að sporta minna áberandi útgáfu af þessu lúkki með því að nota túrban-hárband.
Mér finnst þetta túrban trend vera snilld, virkar bæði fínt og casual, á heitum sumardögum og í frosti og svo getur það bjargað slæmum hárdegi. Love it!
Hvað með ykkur? Love it or hate it?
Hérna sýnir okkur ein blogg-pían hvernig hægt er að binda túrban úr slæðu, einfalt og fab!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.