Dagnýu á Salon Veh barst þessi spurning frá stelpu sem er með krullað og óviðráðanlegt hár.
Ég er með þykkt og mikið hár og liðað sem nær aðeins niður á bak. Það hefur alltaf verið frekar óviðráðanlegt en núna er það eiginlega alveg að verða stjórnlaust! Það verður rosalega úfið og flókið, jafnvel stuttu eftir að ég er búin að greiða það í gegn.
Sumir segja að hárið á mér sé mjög villt og fallegt, en aðrir segja bara að ég sé eins og Gilitrutt. Núna er ég orðin ógeðslega leið á því, leið á stormasömu sambandi mínu við hárburstann og vantar góð ráð til að hafa hemil á flókatröllinu.
Með bestu kveðju,
Frk. Tröllahár
Hæ hæ Tröllahár!
Best er að nota ekki bursta á liðað hár, frekar að nota grófa greiðu sem með langt er á milli teinana.
Greiða það blautt og skella froðu eða léttu krullukremi í hárið, láta þetta svo þorna í eða blása með dreifara (permanenstút sem settur er framan á blásarann ) þá ættir þú að ná hemil á hárinu og fá flotta liði.
Djúpnæring er líka algert möst svo auðveldara sé að greiða flækjurnar úr. Það er líka til næring sem þú skilur eftir í hárinu og þarf því ekki að skola úr. Redken er með fullt af skemmtilegum vörum sem þú gætir prófað. Svo er voða gott að flétta alltaf á sér hárið í eina fléttu áður en þú ferð að sofa þá er auðveldara að eiga við það næsta dag!
Kær kveðja Dagný á Salon Veh
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.