Mikil sterk mynstur með miklum lit eru í tísku núna – svokölluð tribal mynstur
Grænn, sægrænn og ljósir brúnleitir litir eru helst áberandi.
Heidi, Leighton, Zoe og Chloe taka sig vel út í tribal mynstri. Mér finnst kjóllinn hennar Zoe Saldana sérstaklega fallegur.
Þetta minnir mig mikið á vor 2009 línu Alexanders McQueen þar sem módelin voru eins og úr öðrum heimi; litirnir, sniðin og mynstrin eru mjög í þeim dúr.
Spurning hvort hönnuðir í dag fái innblástur sinn frá meistaranum sem lést nú í ársbyrjun? Takið eftir að litirnir og mynstrin eru mjög áberandi og til þess að ofgera ekki er best að nota svarta fylgihluti eða fylgihluti í hlutlausum lit.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.