Á morgun, fimmtudaginn 12.12.13 mun SOW halda Hönnunar & House maraþon til styrktar Rauða Krossinum.
Fjörið byrjar á hádegi og stendur framyfir miðnætti með frábærum tónlistarmönnum, fatamarkaði, góðgerðar-tískusýningu og uppboði á hönnunarfatnaði frá ELLU, Forynju, Einveru, Arfleifð, Volcano, Lín Design, Gullkúnst Helgu, Stjörnubörnum, Dýrka, Nostalgíu, Spútnik ofl.
Í fréttatilkynningu segir:
“Jólin eru tími gleði og ánægju. Tími sem allir ættu að njóta og hafa möguleikann á að gleyma daglegu amstri og týna sér í ánægju augnabliksins. En á sama tíma er stór hópur samfélagsins sem líður fyrir neikvæðar aðstæður, sem geta komið til af margvíslegum ástæðum, og í nær öllum tilfellum ættu ekki að vera til staðar. Hvert okkar sem er getur lent í þeim aðstæðum, alveg sama hversu mikið við reynum að forðast það. Tilgangur 12.12.13 er að létta þessum meðbræðrum okkar tilveruna og gefa öllum færi á því að njóta þessa yndislegu tíma á sömu forsendum og samfélagið á til að taka sem sjálfsögðum hlut.”
Fyrir utan glæsilegan hönnunarfatnað verða einnig boðnar upp tvær áritaðar fótboltatreyjur, önnur frá Ronaldo og hin árituð af öllu liði Reading frá tíma Gylfa Sig.
Mætið í fjörið og gerið góð kaup, dagskrá má sjá hér á Facebook síðu viðburðarins og hér að neðan:
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.