Triwa er sænskt fyrirtæki sem hannar úr í öllum litum, stærðum og gerðum. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 en innblásturinn kom frá ítalíu þar sem úr eru talinn aðal fylgihlutur allra tíma.
Þessi úr eru ótrúlega flott og eru bæði til kvenna og karla. Margir litir eru í boði og nokkrar gerðir. Þetta eru rosalega flott, góð og endingargóð úr en verðið á þeim er á bilinu 20 – 30 þúsund krónur.
Allskonar fólk fílar Triwa úrin en meðal þeirra eru til dæmis kóngafólkið í Svíþjóð og hinar og þessar stjörnur en öll helstu tískublöð heims hafa fjallað um þessi litríku og fallegu úr. Lestu um það HÉR.
[vimeo]http://vimeo.com/7549385[/vimeo]Viktoría Hinriksdóttir er yngsta pjattrófan. Fædd í ljónsmerkinu árið 1994. Hefur áhuga á öllu sem tengist hreyfingu og íþróttum, mataræði, tísku og öðru sem gerir lífið fallegra, betra og skemmtilegra.