Þegar maður hugsar um kjút kjóla er Pétur Pan ekki beint það fyrsta sem manni dettur í hug, en nýjasta trendið er einmitt kallað Pétur Pan kjólar.
Látlausir og sixtíslegir kjólar með kraga sjást nú allstaðar. Frá tískupöllum Parísar til helstu high street búða heims.
Pétur Pan titillinn kemur frá kraganum en eins og glöggir teiknimyndaaðdáendur vita var búningurinn hans Péturs einmitt með kraga sem slíkum.
Þessir kjólar minna mig þó miklu meira á Wednesday Adams í Adams Family og ég kýs að kalla þá Wednesday kjóla.
Fást m.a í Topshop, Shopnastygal.com, asos.com og á fleiri stöðum.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.