Peplum sniðið eins og það er kallað (hefur ekki tekist að finna rétta íslenska orðið) er mjög heitt í haust á kjólum, bolum, pilsum og jafnvel jökkum.
Sniðið er mjög kvenlegt og fer flest öllum konum mjög vel enda er það gert til að ýkja kvenlegar línur. Ég var mjög efins í fyrstu enda er þetta heldur óvenjulegt snið en venst vel. Pelpum sniðið má m.a sjá hjá Alexander McQueen, Stellu McCartney, Lanvin, Burberry og fleirum.
Smelltu á galleríið til að sjá nokkrar góðar útfærslur af þessu sniði:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.