Jakkasláin hefur verið mjög áberandi á tískupöllunum undanfarið og hafa keðjur eins og H&M framleitt ódýrari gerðir sem hin almenna pjattrófa hefur efni á.
Ég er gjörsamlega fallin fyrir þessu trendi. Þetta er bæði ótrúlega þæginlegt að vera í og mjög elegant og flott í leiðinni.
Ég sá margar flottar í Spútnik um daginn en lét ekki freistast (þó erfitt væri!), enda er ég á leiðinni til London eftir nokkra daga og ég ætla mér að fjárfesta í einni þar í borg.
Þetta trend verður sjóðandi heitt í haust og framyfir veturinn sem hentar vel á okkar kalda Íslandi:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.