Gallaefnið er alltaf klassískt en það er extra heitt í sumar. Gallabuxur, gallastuttbuxur, gallakjólar, gallajakkar og gallavesti!
Gallavesti gera mikið til að poppa upp einfalt átfitt. Þú getur tekið fínan kjól og hent gallavesti yfir hann og skellt þér í converse skó og þú ert orðin kasjúal og sumarleg. Það eru allar gerðir í gangi, ljós, dökk, stutt , síð, lituð, ‘oversized’… Það ættu allir að geta fundið eitthvað fyrir sig.
Gallavesti fást í öllum helstu verslunum í dag. Svo getur maður líka verið sniðugur eins og ég og keypt barnagallajakka á 300 kall í Rauða krossinum og klippt ermarnar af! Mega flott og ódýrt!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.