Tískan gengur alltaf í hringi – við notum flík, sjáum mynd af okkur í flíkinni eftir 5 ár og deyjum úr hlátri og erum svo komin í sömu flíkina 10 árum seinna!
Þessvegna er ég ekki mikið fyrir að henda fötum. Ég meina hverjum hefði dottið í hug að Buffaló tískan myndi EINHVERNTÍMAN koma aftur? – og hvað er að gerast núna? Jú skó með þykkum botni má finna í öllum skóbúðum í dag!
Nýjasta æðið er að vera í stuttum bol við háar buxur eða pils og hafa smá bert á milli. Þetta var mjög móðins þegar ég var svona 7 ára. Þá gekk ég í neon appelsínugulum Spice girls magabol – mega smart!
Mér finnst þetta mjög kúl og smá tilbreyting frá brjóstaskorunum góðu. Ég held að þetta sé trend sem maður þarf að venjast.
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.