Grínistinn og leikarinn Tracy Morgan liggur alvarlega slasaður á spítala eftir harðan árekstur sex bíla í New Jersey í Bandaríkjunum um helgina.
Hann var fluttur á spítala með þyrlu og liggur núna á gjörgæslu. Bíllinn sem hann var farþegi í valt í árekstrinum og lét einn af farþegum bílsins lífið, grínistinn James McNair. Tracy er brotin víða um líkamann en hann var, ásamt fylgdarfólki, á leið heim eftir að hafa verið með stand-up sýningu fyrr um kvöldið.
Kevin nokkur Roper, vörubílstjóri, hefur verið ákærður fyrir að valda árekstrinum. Sá hafði ekki sofið í 24 tíma að sögn fjölmiðla vestanhafs.
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.