Tori Spelling eyddi nafni eiginmannsins, Dean McDermott, af samfélagsmiðlum um helgina.
Leikkonan breytti nafni sínu/þeirra á Twitter og Instagram úr @torianddean í hennar eigin nafn.
Mikil vandræði hafa verið í hjónabandinu en Dean hélt framhjá Tori ekki fyrir skemmstu og var það mál mikið rætt í fjölmiðlum vestra.
Hinsvegar sagði hún þó nýlega að hjónaband þeirra stefndi loksins í rétta átt.
Kannski það hafi breyst eitthvað um helgina?
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.