Um það bil 1,000,000 manns heimsækja geimnálina í Seattle borg eða ” The Space Needle” á hverju ár. Pjatt.is, eða Pjattið eins og við stelpurnar köllum það, hefur verið heimsótt 4,300,000 árið 2014!!!
Ef það væri geimnálin í Seattle þá myndi það taka um fjögur ár fyrir alla gestina að komast að!
Samkvæmt mælingum Jetpack sem er innbyggt í (WordPress kerfið sem ég rek vefinn í) var vinsælasti dagur ársins á Pjattinu 22. apríl en þá voru 99,012 flettingar (views).
Á þessu ári sem er að líða voru skrifaðar 1.394 færslur en heildarfjöldi frétta/pósta/pistla/blogga á Pjatt.is er 7.957 sem er gríðarlegt magn enda kemur það oft fyrir að færslur sem hafa birst fyrir löngu síðan fara aftur á flug hjá okkur og ná miklum vinsældum enda mest megins tímalaust efni hér sem á alltaf við að deila, – og stundum erum við aðeins á undan 😉
Langstærstur fjöldi gesta Pjattsins er frá Íslandi, Danmörku og í Noregi enda erum við með lokað á lönd sem búa til það sem kallast á fagmálinu ‘feik traffík’. Heimastúlkur vilja halda því raunverulegu (e. Homegirls keepin it real).
Við fáum mesta heimsókn í gegnum Facecbook þar sem við eigum rúmar 25.000 vinkonur en Pinterest síðan okkar og svo bara Pjatt.is forsíðan verður æ vinsælli sem daglegur rúntur á netinu.
TOPP 5
1. UPPSKRIFT: Sjúklega gott hollustunammi…einfalt og fljótlegt Mars 2013 – 85.136 hafa skoðað
2. KYNLÍF: 4 leyndarmál sem hann á aldrei eftir að segja þér Maí 2009 – 60.698 hafa skoðað
3. ÚTLIT: 16 algjörlega brilliant bjútítrix – Þú verður að deila þessari! Apríl 2014 – 37.880 hafa skoðað
4. LOL: 20 atriði sem aðeins smávaxnar konur skilja vel Apríl 2014 – 32.444 hafa skoðað
5. Frægar með nárahár, krikaloð og yfirvaraskegg – Þær gleymdu að raka! Apríl 2014 – 27.496 hafa skoðað
Fyrir hönd okkar rófa vil ég þakka meiriháttar góðar viðtökur og bíð spennt eftir því að sjá hvernig næsta ár verður en þá mun Pjatt.is fagna 6 ára afmæli sínu enda fyrsti vefur sinnar tegundar á Íslandi!
Það verður líka spennandi að sjá hvað slær mest í gegn… verður það eitthvað sem er hægt að hneykslast á (oh það er svo gaman að hneykslast!) – verður það uppskrift – frétt af einhverjum frægum að gera skandal – gott grín eða kannski bara einhver frábær pistill?
Nú veit ég ekki svarið en ég veit að Pjatt.is er klárlega uppáhalds íslenski afþreyingarvefurinn og bloggið mitt. Hér eru svo klárar og skemmtilegar konur að deila pælingum sínum og áhugamálum enda er vefurinn byggður á konseptinu – Sharing is caring – Að deila er að elska.
Takk fyrir frábært ár kæru lesendur! Það verður gaman saman á því næsta.
Hefurðu gaman af pistlunum okkar á Pjatt.is? Finndu okkur á Facebook, hakaðu við Like puttann og smelltu á “Get Notifications” – Þá missirðu ekki af neinu 😉
–
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.