Jæja krakkar. Fyrir stuttu birti ég hérna lista yfir 100 hluti sem mega fjúka af heimilinu og lofaði framhaldi enda eiga þetta að vera alls 200 dæmi.
Hér kemur framhaldið – 100 hlutir til viðbótar sem mega fara af heimili þínu ekki síðar en sem allra fyrst.
Það er alveg merkilegt hvað við getum haldið mikið upp á furðulegasta dót sem við notum aldrei. Maður er að taka til, heldur á einhverju dóti sem maður veit ekkert hvað er að gera þarna og svo setur maður það aftur inn í skáp. Þetta má bara alls ekki!
ALLT VERÐUR AÐ HAFA SINN STAÐ
ALLT ÞARF AÐ FARA Á SINN STAÐ
Hið almenna chi flæði verður betra
Ef hver einasti hlutur á heimili þínu hefur góðan og gildan tilgang þá gengur heimilishaldið svo mikið betur fyrir sig. Þú verður skýrari og skarpari í hugsun og almennt chi flæði í lífi þínu breytist til hins betra (feng shui 101).
En nóg um það… eftirfarandi ætti að öllum líkindum að fá að fara af heimilinu, ýmist í endurvinnslu eða til þeirra sem þurfa.
Þetta á allt að fara:
101. Dót sem hundurinn þinn hefur misst áhugann á.
102. Gamlir USB lyklar sem hafa sama og ekkert minni.
103. Dót sem þú hefur fengið gefins á kynningum, t.d. fyrirtækjabolir, húfur og hattar.
104. Lyklakippur sem þú notar ekki
105. Uppskriftabækur sem þú notar ekki
106. Teiknibólur sem liggja lausar í skúffunni
107. Lyklar sem þú veist ekki deili á
108. Hálsbönd, nafnspjöld, möppur og þessháttar frá ráðstefnum sem þú hefur mætt á
109. Íþróttadót sem tengist íþróttum sem þú stundar ekki og/eða hefur ekki gaman af
110. Krem, hreinsiefni og annað snyrtidót sem þú notar ekki.
111. Batterí sem þú veist ekki hvaðan koma eða hvort þau virki.
112. Allskonar bókamerki. Nema þú sért geysilegur bókaormur.
113. Talnalásar sem þú manst ekki tölurnar á.
114. Dót sem er notað til að halda pappírsbunkum í skefjum.
115. Hálftómar sápukúluflöskur eða gamlar krítar.
116. Litabækur sem búið er að lita allar myndirnar í.
117. Túss án tappa og tappar án túss.
118. Goodie bags úr gömlum afmælum.
119. Tómar flöskur
120. Púsl
121. Gömul boðskort
122. Gömul ferðagögn
123. Tissjúpakkar (gamlir)
124. Sticky notes sem þú snertir ekki
125. Auka skóreimar
126. Gömul plaköt sem þú notar ekki
127. Hárvörur sem þú notar ekki
128. Sushi prjónar sem komu með take-away mat
129. Gömul gleraugu
130. Gömul sólgleraugu
131. Flip-flop sandalar sem þú ferð ekki lengur í
132. Ísskáps seglar – nema þeir séu æðislegir.
133. Gamlir þvottapokar
134. Auka spilastokkar
135. Símaskrár
136. Ónýtar jólaseríur
137. Allt sem tengist gömlum kærustum
138. Hattar sem þú notar ekki eða lítur asnalega út með
139. Bóluplast
140. Poka lokur sem eru aldrei notaðar
141. Klemmu-lokur
142. Föndurdót fyrir föndur sem búið er að klára
143. Pappadiskar – notaðu þá eða hentu þeim
144. Klippikort á kaffistaði eða þessháttar, notaðu þetta alltaf (hafðu í veskinu) eða hentu þessu.
145. Gjafakort – NOTAÐU ÞAU.
146. Túristadót
147. Nafnspjöld – skráðu þetta í tölvuna.
148. Krossgátublöð sem þú notar ekki
149. Bækur sem þú notar ekki
150. Ónotaðir blómavasar
151. Ónýtar sokkabuxur
152. Skálar sem þú notar aldrei
154. Gömul raftæki
155. Miðar sem búið er að krota eitthvað á
156. Töskur, pokar, ferðatöskur sem þú notar ekki.
157. Pöntunarlistar (gamlir IKEA bæklingar t.d)
158. Jólaskraut sem þér finnst ljótt
159. Hljóðfæri sem þú ert búin að gefast upp á
160. Föt sem þér finnst þú bjánaleg í
161. Leiðbeiningarbæklingar, það má finna allt á netinu.
162. Vasareiknar – þú ert með þetta í símanum
163. Tilgangslausar fjarstýringar
164. Neyðar-saumadót. Hver notar það?
165. Skorpin strokleður
166. Auka yddarar (þarft bara einn)
167. Ryðguð verkfæri
168. Garðdót sem þú notar ekki
169. Flugeldar sem þú notar ekki. Þú getur sett þá í vatn yfir nótt og hent svo með venjulegu sorpi.
170. Uppþornað tonnatak.
171. Gamlir og ljótir bolir
172. Hárdót sem þú notar ekki lengur (spennur og spangir)
173. Eyrnalokkar sem eru stakir
174. Þurrkuð blóm
175. Myndir sem þú elskar ekki
176. Gjafir sem þú elskar ekki
177. Treflar sem þú notar ekki
178. Hnökróttar flíkur, götóttar, púkalegar.
179. Plasthnífapör og annar borðbúnaður sem börnin nota ekki lengur
180. Junk mail
181. Límmiðar
182. Auka möppur, plöst og þh
183. Gamlir símar
184. Gamlir málshættir úr páskaeggjum
185. Notuð blekhylki
186. Notaðu Unroll.me til að losna við óþolandi tölvupósta sem þú ert óvart búin að söbbskræba á.
187. Út með forrit sem þú notar aldrei
188. Gömul veski og buddur
189. Vasahnífar
190. Klink sem er útum allt, settu það á einn stað.
191. Ónotaðir myndarammar
192. Gamalt barnadót sem þú notar ekki.
193. Eldhúshnífar sem enginn notar
194. Gamalt íþróttadót sem þú fílar ekki.
195. Ónýtar klukkur
196. Verðlaunapeningar sem liggja í haug
197. Blóm sem þú ert alltaf að vökva en hatar samt smá, fáðu þér blóm sem þú elskar.
198. Bætur á föt (eða dekk) sem þú notar ekkert.
199. Diskamottur, dúkar og þessháttar sem er aldrei notað.
200. Stílabækur og minnisbækur sem þú notar ekki og ert ekki að fara að nota. Gefðu þær.
Hér eru svo hinir 100 hlutirnir sem þú átt að láta fara úr lífi þínu, – án trega.
Gangi þér vel!!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.