Við Pjattrófur ákváðum í síðasta teboði að taka saman lista yfir 10 bestu snyrtivörurnar sem við prófuðum þetta árið en þar er úr auðugum garði að gresja.
Hér er mín persónulega samantekt af snyrtivörum sem ég mæli heilshugar með en þessar standa sérstaklega upp úr af öllu því sem prófað hefur verið á árinu 2010.
Hér reyni ég að fara yfir þetta helsta…
1. Prodigy Liquid Light farði frá Helenu Rubinstein: Þessi farði er algjör snilld. Léttur og góður og gefur ofboðslega fallegt ‘glow’. Umbúðirnar eru líka mjög góðar. Léttar og fara vel í hendi og tösku ásamt því að vera fallegar. Endingargóður og æðislegur ‘sumarfarði’.
2. Hypnose Drama maskarinn frá Lancome: Þessi maskari gerir létt kraftaverk. Hann setur á þig gerviaugnhár í einum grænum og burstinn er einhvernveginn akkúrat mátulega stór og sveigður. Þykkur, mjúkur og góður maskari sem á marga aðdáendur.
3. Karen Hertzog Shilouette og B12 sellókrem: Þessi krem gera sitt gagn svo lengi sem maður nennir að bera þau á sig. Ilmurinn af þeim er unaðslegur. Minnir mig á Amber og musk. Seiðandi kryddaður og létt oriental. Það er sniðugt að nota sellókremin eins og body-lotion og líka áður en farið er í bólið. Stinnari og þéttari húð… svo lengi sem þú berð þetta á þig!
4. Prodigy Re-plasty maski frá Helenu Rubinstein: Þessi maski gerir þig sæta í einum grænum. Ég skil eiginlega ekki töfrana en talað er um að þetta sé einn sá áhrifamesti á markaðnum í dag. Svitaholur dragast saman, línur verða minna áberandi og þú færð fallegt glow. Áhrifin endast í c.a. 3-5 daga.
5. Au Courant og Nivea Summer Glow brúnkukrem: Þessi eru bæði á góðu verði og þú færð mikið fyrir peninginn. Au Courant er brúnkufroða sem var hönnuð af snyrtifræðingi í Hollywood. Það kemur ofsalega falleg brúnka af þessu og það er auðvelt að vinna með þetta. Mundu bara að nota hanska. Brúnkugelið frá Nivea er mjög auðvelt í meðförum og það er eiginlega ekki hægt að klikka með það. Það koma engar rákir og þú færð fallega, gyllta brúnku.
6. Flora Gucci Parfume: FLORA frá Gucci er einn besti blómailmur sem lyktarskyn mitt hefur fengið að kynnast. Ég er oft spurð hvaða ilmur þetta sé þegar ég set það á mig, meira að segja konan í bakaríinu. Unaðslegur ilmur í einstaklega fallegu glasi sem er í Art Deco stíl. Klassi.
7. Incredible Spreadable Scrub: Kornaskrúbbur á líkamann frá Origins. Ég nota þetta spari í sparibaði og uppsker mikla sælu. Lyktin af þessu er dásamlega frískandi og húðin verður hreint æðisleg eftir að þú hefur tekið þig svona í gegn. Olíurnar gefa þurri húð alveg unaðslegan raka.
8. Redken Real Control djúpnæringarmaski: Ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti haft fallegt og heilbrigt hár fyrr en ég fór að nota djúpnæringu reglulega. Að nota ekki djúpnæringu í hárið er eins og að vera með þurra húð og nota aldrei krem. Ég fann svo sannarlega muninn!
9. Super Corrective Serum frá Shiseido: Þetta serum inniheldur EGF hvatann sem er orðin nokkuð þekktur á Íslandi í dag. Snilldar umbúðir og innihaldið frábært. Stinnandi og ótrúlega öflugt serum.
10. Soleil de Chanel sólarpúður frá Chanel: Allar pjattrófur eru sammála um að gott sólarpúður sé algjört möst að eiga. Þetta sólarpúður er virkilega gott. Þú verður frískleg á augabragði ;)… Notaðu bara stóran og góðan bursta og farða sem hentar þínum húðlit. Þá ertu með’etta.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.