Ég hef alltaf verið mikill kvikmyndaunnandi, elska bara góðar bíómyndir, góðar sögur og góða karaktera og þá sérstaklega ef flottar kvenpersónur kóróna góða mynd.
Hér eru Topp 10 uppáhalds píurnar mínar í næstum því óskipulagðri röð. Þetta eru líka allt alveg hrikalega góðar myndir svo ef þú hefur ekki séð einhverjar þeirra þá skaltu gera það hið fyrsta. 100% meðmæli. Þær ættu margar að finnast á Netflix.
10. Louise Sawyer
Susan Sarandon lék þessa dömu í myndinni Thelma And Louise um konurnar sem fengu nóg og stungu af. Nóg af karlrembu, nóg af lélegum samböndum, nóg af leiðindum. Þær bara stungu af, fóru á road trip, lentu í veseni og tóku afleiðingunum. Ógleymanleg og æðisleg mynd.
Louise: I’m in deep shit; Deep Shit, Arkansas.
9. Elvira Hancock
Michelle Pfeiffer lék konuna hans Tony Montana í myndinni Scarface. Hann alveg sjúklega firrtur og galinn kókaínsali og stórglæpon en hún ó svo svöl og chic og lét engann vaða yfir sig. Reyndar var hún í frekar miklu rugli þegar kom að fíkninni en fataskápurinn hennar. Maður lifandi! Kíktu hér á samantekt sem ég gerði lúkkið á Elviru í Scarface. Þvílík pæja.
Elvira: So do you want to dance, Frank, or do you want to sit there and have a heart attack?
Frank Lopez: Me, dance? Hey, I think I wanna have a heart attack.
8. The Bride í Kill Bill
Þetta er einn mesti nagli kvikmyndasögunnar ever. Dirty Harry var ekki meiri nagli. Allir karakterar Bruce Willis til samans munu aldrei ná að toppa þennan nagla. Hún var harðari en allt. Um leið og dóttir mín hefur aldur til munum við horfa á þessa mynd með sérstakri viðhöfn.
The Bride: It was not my intention to do this in front of you. For that I’m sorry. But you can take my word for it, your mother had it comin’. When you grow up, if you still feel raw about it, I’ll be waiting.

7. Megan í Bridesmaids
Svo ótrúlega mikill snillingur. Elska hana. Frískandi kvenpersóna á hvíta tjaldinu, fleiri svona stelpur í bíómyndir takk. Við þekkjum flestar svona týpu (smá Gyða Sól) svo hversvegna vantar þær í bíó?
Megan: Female fight club. We grease up, we pull in. Lillian doesn’t know so it’s ‘Surprise, we’re going to fight!’ We beat the shit out of her.
6. Juno
Yndisleg persóna. Bara alveg yndisleg. Sextán ára unglingurinn sem varð ólétt og tók málin í eigin hendur. Mynd sem allir og ömmur þeirra verða að sjá.
Vanessa Loring: Your parents are probably wondering where you are.
Juno MacGuff: Nah… I mean, I’m already pregnant, so what other kind of shenanigans could I get into?
5. Lisbeth Salander
Þessi stelpa er fyrir löngu orðin að einhverskonar táknmynd hjá okkur. Táknmynd fyrir konur sem hata karla sem hata konur. Konur sem láta ekki bjóða sér, né öðrum konum, eitthvað rugl. Stig Larson sagði víst einhverntíma í viðtali að hann hefði hugsað um Línu Langsokk þegar hann skapaði Lisbeth. Hvað hún væri að gera sem fullorðin, hvernig hún hefði orðið. Noomi Rapace rúllaði þessu upp.
Lisbeth Salander: [after having slept together the night before] I like working with you.
Mikael Blomkvist: I like working with you too.
4. Bonnie Parker
Bonnie Parker og Clyde Barrow voru eitt alræmdasta par síðustu aldar. Algjörir villingar. Bankaræningjar. Faye Dunaway hafði mikil áhrif á mig þegar ég sá þessa mynd sem krakki. Mér fannst hún fallegasta kona heims, fötin svo flott og þetta frjálsa líf þeirra mjög spennandi þó það hafi síðan endað illa.
Bonnie Parker: [to Clyde] You’re just like your brother. Ignorant, uneducated hillbilly, except the only special thing about you is your peculiar ideas about love-making, which is no love-making at all.
3. Erin Brockovich
Myndin um Erin Brockovich er byggð á sönnum atburðum en þessi Erin var sannkallað kjarnakvendi. Einstæð móðir sem gerðist aðstoðarkona á lögmannsstofu og réðist í kjölfarið á stórt orkufyrirtæki sem eitraði neysluvatn fyrir fullt af fólki. Henni tókst ætlunarverk sitt og felldi fyrirtækið en myndin fjallar líka um baráttu hennar fyrir því að fá að vera hún sjálf, – kynbomba, einstæð mamma, gáfumenni, skvísa og nagli á sama tíma.
Theresa Dallavale: Okay, look, I think we got off on the wrong foot here…
Erin Brockovich: That’s all you got, lady. Two wrong feet in fucking ugly shoes.
2. Mæja í Sódómu Reykjavík
Lítill úfinn pönkari í gullpilsi, gulum leðurjakka og of stórum Dr. Martins sem veldur gríðarlegum usla. Þarf að ræða þetta eitthvað? Besta kvenpersóna íslenskrar kvikmyndasögu by far. 😉
Mæja: Það er partý í Dúfnahólum 10.
Maður í sal: Ha?
Mæja: DÚFNAHÓLUM 10!
1. Maude
Engin kvenpersóna í bíómynd hefur haft jafn mikil áhrif á mig og Maude í myndinni um vinina þau Harold og Maude. Þetta er uppáhalds myndin mín og uppáhalds kvenpersónan. Engin slær henni Maude við. Hún er á allann hátt dásamleg. Ég ætla að verða eins og Maude þegar ég verð stór.
Maude: A lot of people enjoy being dead. But they are not dead, really. They’re just backing away from life. *Reach* out. Take a *chance*. Get *hurt* even. But play as well as you can. Go team, go! Give me an L. Give me an I. Give me a V. Give me an E. L-I-V-E. LIVE! Otherwise, you got nothing to talk about in the locker room.
Takk fyrir mig! Það væri frábært ef þú myndir deila með mér þínum uppáhalds kvenpersónum úr bíómyndum í kommenti á Facebook síðu Pjattsins. 🙂
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.