Hljómsveitin Agent Fresco hefur heldur betur slegið í gegn síðan þeir unnu músíktilraunir árið 2008.
Fyrsta breiðskífa þeirra, A long time listening kom út fyrir nokkrum mánuðum og hafa þeir náð lagi efst á vinsældarlista X-ins 9,77 þrisvar sinnum á mjög stuttum tíma. Það verður að segjast mjög góður árangur.
Ég hef hlustað mjög mikið á diskinn og ég get vel sagt að Agent Fresco sé mín uppáhalds íslenska hljómsveit. Diskurinn er frábær í alla staði og öll lögin góð. Mín uppáhalds eru Eyes of a cloud catcher og Tiger Veil.
Fimmtudagskvöldið 17.Febrúar síðastliðinn héldu þeir útgáfutónleika í Austurbæ. Ég var að sjálfsögðu á staðnum. Tónleikarnir fóru fram úr öllum mínum væntingum. Það er stórmagnað að sjá þessa stráka spila.
Arnór Dan söngvari Agent fresco er með eina mögnuðustu sviðsframkomu sem ég hef séð. Hann er svo einlægur á sviði. Það er erfitt að hafa augun af honum. Þeir eru reyndar allir frábærir á sviði!
Þessir tónleikar fá 5 stjörnur af 5 mögulegum frá mér. Ég hef oft séð þá spila áður en þarna toppuðu þeir sig algjörlega. Held hreinlega að þetta séu bestu tónleikar sem ég hef farið á. Ég ætti kannski að taka fram að ég hef séð Lady Gaga live! Hún skipti oft um föt þrisvar sinnum í einu lagi en náði ekki að toppa strákana.
Ef þú hefur ekki séð Agent fresco spila á tónleikum mæli ég með því að þú gerir það! Ég hlakka til að sjá hvar þessir strákar verða eftir nokkur ár. Vonandi komnir út fyrir landsteinana og farnir að græða miljónir. Þeir gætu það auðveldlega.
Hér má sjá myndband af strákunum spila á Iceland Airwaves hátíðinni 2010:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=b3xb12GmtIs[/youtube]Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.