Föstudaginn 28. september og nú á Laugardaginn 29. september mun Sinfóníuhljómsveit Ísland flytja tónlist úr smiðju Walt Disney þar sem flutt verða ýmiss verk úr Disney myndum sem við mörg könnumst við.
Mörg laga Disney eru þekkt dægurlög og má með sanni segja að þau höfði til fólks á öllum aldri en Sinfóníuhljómsveitin mun spila undir stjórn David Danzmayr en einnig munu stíga á svið Felix Bergsson, Stefán Hilmarsson og Valgerður Guðnadóttir (sem mér persónlega finnst vera Elly Vilhjálmsdóttir nútímans) og taka þau nokkur þekkt lög og flytja með mikilli innlifun.
Á tónleikunum munt þú heyra meðal annars tónlist úr Fríðu og dýrinu, Aladdín og hið þekkta lag Supercalifragilisticexpialidocious úr Mary Poppins ásamt fleiri þekktra laga Disney.
Tónleikarnir á laugardaginn eru klukkan fjögur og mæli ég sannarlega með að taka börnin og unglingana með á tónleikana en þeir eru einnig settir fram á myndrænan hátt sem hjálpar yngri kynslóðinni að tengja tónlistina við kvikmyndindirnar en má ætla að þeir séu fyrir mjög breiðan aldurshóp eða svona frá fimm ára og upp úr.
Hvernig væri að breyta aðeins til og skella sér á tónleika í Hörpunni um helgina, já eða dobbla kallinn á deit og hlusta á Disney tónlist, hún er jú frekar í rómantískari kantinum.
Þú getur keypt miða á tónleikana á midi.is en föstudagssýningin er klukkan 19:30 og eins og áður kom fram er laugardagssýningin klukkan 16:00
Hér er svo uppáhalds Disney lagið mitt en Fríða og dýrið er fyrsta sæti hjá mér í flokki Disney mynda.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=DDsmPld9Kos[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.