Diskódísin Þórunn Antonía hefur náð efsta sæti spænska vinsældarlistans AstreduPOP en þar trónir hún talsvert ofar en sjálf Lana Del Ray með lagið sitt TOO LATE.
Og það ÁÐUR en breiðskífan kemur út…!
Liðsmönnum síðunnar þykir lagið vera algjörlega fullkominn popptónlist og skilgreina sem ítalo diskó en sú tónlistarstefna var vinsæl upp úr 1980 og hefur átt svolítið kombakk að undanförnu. Stefnuna myndum við líklegast kalla ‘syntapopp’ og en af okkar ágætu íslensku tónlistarmönnum sem standa þar framarlega eru m.a. Berndsen og Hermigervill.
Sjálf skilgreinir Þórunn Antonína tónlistina sína sem milliveg á milli Kylie Minouge og Fleetwood Mac en klárlega er þetta dansvænt og saklaust diskópíu syntapopp af bestu gerð.
Þá segir heimasíðan Scandipop einnig frá nýrri smáskífu söngkonunnar og fagna henni mjög en Scandipop sérhæfir sig í umfjöllun um tónlist frá norðurlöndum.
Svo bíðum við bara spenntar eftir allri plötunni sem er væntanleg á næstunni…
Til hamingju Þórunn!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=rLBAXSfnGCo [/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.