[youtube width=”625″ height=”425″]http://www.youtube.com/watch?v=uN_cCS5U0lk[/youtube]
Ég er ein af þeim fáu útvöldu sem dansaði til sjö á morgnanna á teknóreifum 90’s áranna en þess á milli sötraði ég espresso og hlustaði á Paco de Lucia.
Það gleður mitt gamla klassíska teknóhjarta því alveg fáránlega mikið að horfa/hlusta á þessa snillinga hérna sem taka teknó slagara æsku minnar á kassagítara! Hvernig er þetta hægt?! Hrein fegurð.
untz-untz, untz-untz, untz-untz….
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.