La Sera er tónlistarkona frá Brooklyn í New York sem heitir réttu nafni Katy Goodman.
Síðan í byrjun árs 2007 hefur hún verið í stelpubandinu The Vivian girls en La sera er sólóverkefni hennar sem “Kickball” Katy (er kölluð það) hefur unnið síðan árið 2010 meðfram því að vera í hljómsveitinni.
Það sem mér finnst flott við La Sera er þessi 50’s, 60’s fílíngur. En Katy segir foreldra sína hafa hlustað eingöngu á slíka tónlist, því hafi hún alist upp við þetta “sánd” sem hafði mikil áhrif á hana. Einnig hefur hún gaman af “kontröstum” og finnst að lög eigi að hafa á sér margar hliðar. En þótt lög hennar séu hress geta t.d. textarnir verið myrkir.
Flottur, draumkenndur popp rokkari!
_______________________________________________
Það nýjasta:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=MbtPySfl4RM [/youtube]
Og eitt eldra:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=AKwZSoIrAnY [/youtube]Og hér er svo eitt lag með bandinu The Vivian girls:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=sYFeHVkFLBY[/youtube]Eva er menntuð sem sviðslistakona úr Fræði og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands og menningarmiðlari úr Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Eva er líka mikill fagurkeri enda fædd í vogarmerkinu.