[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=R3eFfM8Kj0I[/youtube]
Hann kallar sig Tómas Stefánsson, er ungur Parísarbúi með gríðarlega ástríðu fyrir Íslandi.
Svo mikla að hann semur dægurlagatexta á okkar ástkæra ylhýra og birtir á Youtube rásinni sinni…
Ég spurði hann hvort hann notaði Google Translate til að þýða textana sína en Tómas segir svo ekki vera. Hann semur fyrst á frönsku og þýðir svo yfir á íslensku en Tómas styðst við eitthvað sem heitir My Courses í íslenskunámi sínu.
Tómas ætlar að heimsækja Frón í fyrsta sinn í sumar og segist mjög spenntur enda um hálfgerða pílagrímsferð að ræða.
Hann er líka mikill Euro-maður og á Youtube rásinni hans er að finna fullt af íslenskum Eurovision lögum ásamt öðru frumsömdu lagi sem hann setti á Youtube í gær. Fyndinn og skemmtilega áræðinn drengur og fyndið og skemmtilegt lag. Furðulega grípandi. Ha? (ath að lagið er frekar lengi að byrja, það er að segja söngurinn).
Ég elska þig í kvöld… mig langar að kyssa þig. Ég eskassi… éééé eskassi!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.