Gimme Shelter er heimildarmynd um tónleikaferðalag Rolling Stones um Bandaríkin 1969. Myndin fékk nafnið Gimme shelter eftir samnefndu lagi hljómsveitarinnar af plötunni Let It Bleed en myndin er án efa ein af áhugaverðust tónleikamyndum sem ég hef séð.
Stones enduðu túrinn á því að halda fría styrktartónleika í San Fransisco við Altmond Speedway, í kringum 30 þúsund manns mættu á tónleikana en Jefferson Airplane og Tina Turner ásamt ofbeldismanninum Ike hituðu upp fyrir Stones.
Fólk kom allsstaðar að til að sjá átrúnaðargoðin sín. Það lét ekki stoppa sig að fljúga langa leið, keyra þvert yfir landið og jafnvel ganga. Það er ótrúlegt að sjá allann þennann fólksfjölda sem mætti á þessa tónleika, allt á sig lagt fyrir rokkið. Það var meira að segja ein kona á meðal áhorfendana sem fæddi barn rétt áður en að Stones stigu á svið. Þætti gaman að sjá það fyrir gigg hjá Ásgeiri Trausta, sé það ekki gerast. Þetta hefur svo sannarlega breyst síðan árið 1969 en boðskapurinn í tónlistinni á þessum tíma er svo sterkur og áhrifamikill.
Á þessum tíma var mikið um eiturlyfjaneyslu, LSD og hass var til dæmis mikið í tísku og það að sést í talsvert marga tónleikagesti frekar beyglaða í þessari mynd, berrassaðar konur og menn að dansa, elskast og hlaupa um. Klárlega eitthvað sem maður sér ekki mikið af á tónleikum nú til dags, ekki frekar en barneignir.
Fullt af “Flower Power” fékk að skína í gegn í þessari frábæru mynd.
Myndin var fyrst sýnd árið 1971 á Cannes kvikmyndahátíðinni en í henni er fylgist með Rolling Stones þræða Bandaríkin og enda tónleikaferðalagið sitt í hippaborginni San Francisco.
Áhofendur fá að finna hversu erfitt það raunverulega er að halda fría tónleika og hversu miklar samningaviðræður eiga sér stað á bakvið svona viðburð. Lögmaður bandsins á þessum tíma er sýndur á stórum fundum með fjölda manns og rosalega flottann “speaker-phone” síma, paparassar á skrifstofunni og allt í gangi. Síðustu tónleikarnarnir voru því miður bitur-sætir fyrir meðlimi bandsins því það var frekar mikið um óreiðir og slagsmál.
Einn maður á tónleikunum dró til dæmis upp byssu nálægt sviðinu og ætlaði sér að skjóta einhvern tónlistarmannanna. Hell’s Angels meðlimur sá hann draga upp vopnið og náði að buga hann, en því miður gekk það einum of langt og maðurinn með byssuna lést af sárum sínum á staðnum. Það var mjög sýnilegt að meðlimir hljómsveitarinnar tóku dauðsfallið mjög nærri sér. Ég mun seint gleyma svipnum á Jagger þegar hann fær að sjá upptökuna af byssumanninum þegar hann er að draga upp vopnið og vítisengillinn stekkur á hann með hníf. Mér fannst áhugavert að sjá það að Hell’s Angels mættu í tugatali og tóku að sér að sjá um öryggisgæslu á og í kringum sviðið, þeir mættu á hjólunum sínum og fengu greitt í bjór eða nokkrum dollurum.
Mér fannst líka rosa gaman að sjá Rolling Stones svona unga, þeir hafa einhvernvegin alltaf verið svolítið gamlir og hrukkóttir fyrir mér. Ég næ alveg að sjá hvað öllu þessu kvenfólki fannst heillandi við hljómsveitarmeðlimi, enda fjallmyndalegir menn á þessum tíma. Og að vissu leiti bera þeir ennþá með sér ákveðinn rokkstjörnuþokka sem mun líklega ávallt vera til staðar.
Hér má sjá sýnishorn úr myndinni “Gimmie Shelter”. Skylduáhorf fyrir alla tónlistarunnendur.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=nPNeh4d9guk[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.