Of Monsters and Men er hljómsveit sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Þau unnu Músíktilraunir 2010 og í gær sendu þau frá sér sína fyrstu breiðskífu “My head is an animal” og fögnuðu með vinum og kunningjum á Faktorý.
Ég hafði oft heyrt lag þeirra “Little talks” í útvarpinu og var heillengi að komast að því hvaða hljómsveit væri á bakvið það. Eftir að hafa hlustað á plötuna í heild sinni á Gogoyoko get ég sagt að þetta er mjög hugljúf, skemmtileg og ávanabindandi tónlist. Og eftir að hafa séð myndbandið hér að neðan þá finnst mér þau vera mjög krúttleg og viðkunnaleg líka, held þau séu bara nýja uppáhaldið mitt, mæli með að þið hlustið á plötuna á Gogoyoko og kaupið hana svo.
Áfram íslenskt!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=8Dw8qdmT_aY&feature=share[/youtube]Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.