Guði sé lof fyrir Ítalíu og ítala. Ég hef verið frelsuð. Og það ekki úr lítilli ánauð að eigin áliti. Þetta er auðvitað mega 2007 lúxusvandamál eins og þau gerast best en ég ætla nú samt að hætta á hneykslan og lítilsvirðingu þeirra sem færa myndu þetta vandamál í 2007 flokkin og opinbera leyndarmálið…. svo aðrir megi frelsast eins og ég.
Ánauðin hefur falist í því að þurfa á hlusta á síbyljuna í útvarpinu, sama hvað þeim sem þar starfa dettur í hug að spila (og segja, en það er annað mál sem kallar heilt yfir á annan pistil).
Ánauðin hefur einnig verið fólgin í því að það er sama hvað ég eyði miklum tíma með iPad-inum mínum, ég einhvernveginn hitti aldrei á rétta play-listann þegar til á að taka. Segjum sem svo að ég eigi von á gestum í mat; ég er með play-lista klárann sem notaður var í síðasta boði og virkaði svona snilldarvel, við stelpurnar fíluðum okkur í botn með listann minn sem skartaði meðal annara Cindy Lauber og “girls just wanna have fun”. En í þessu boði eru aðrir gestir, samræðurnar á öðrum nótum og skyndilega er tónlistin ekki svo skemmtileg lengur. Þið vitið hvað ég er að fara…… er það ekki ?
Sem sagt 15,000 lög á Ipad-inum og maður eyðir kvöldinu í að finna eitthvað við hæfi eða að reyna að leiða tónlistina hjá sér.
Ég gef ykkur STEREOmood ! Snilldar, snilldar vefsíða sem búin er að flokka tónlist samkvæmt ímynduðu skapi þínu eða aðstæðum þann daginn og það eina sem þú þarft að gera er að velja flokk og ýta á play.
Lazy sunday morning, ambient, making love, happy og feel like crying svo einhverjir flokkar séu nefndir. Frábær tónlist, flokkar við allra hæfi og ekkert vesen.
Ég er akkúrat núna að spila “busy as a bee” og svei mér þá ef ég ekki bara jafn upptekin og randafluga !
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.