Tískan finnur sér oft innblástur í tónlist og tónlistarmönnum og það má segja að Maya eða M.I.A eins og hún kallar sig hafi haft áhrif á marga fatahönnuði síðustu árin.
Maya er töff og ákveðin pía með sérstakan smekk sem einkennist af litagleði og mynstrum. Hún er óhrædd við að prófa nýja hluti og vera hún sjálf og gefur skít í samfélagslegan þrýsting um hvað sé eðlilegt og rétt að klæðast eða hvernig maður “á” að vera.
M.I.A var valin eina af 100 áhrifamestu manneskjum samtímans af Time magazine árið 2009.
Maya er frá Sri Lanka. Hún ólst upp við flótta frá Sri-lanska hernum fyrstu 11 ár ævi sinnar en þá fékk fjölskylda hennar landvistarleyfi í Bretlandi og bjuggu þau í Suður London. M.I.A lærði myndlist, kvikmyndafræði og fjölmiðlafræði við Central Saint Martins og var og er aktív í hinum ýmsu baráttuhópum sem berjast fyrir mannréttindum og betri heimi.
Central Saint Martins ætlaði fyrst ekki að veita henni inngöngu en ákváðu að gefa henni séns og sögðu að hún hefði chutzpah, orð úr hebresku sem notað er yfir djarfa manneskju sem fylgir ekki “norminu” og ögrar umhverfi sínu. Betra orð til að lýsa M.I.A er ekki til 😉
Hér er eitt flott og nýlegt lag með M.I.A
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=sfbQ5mHWkOs[/youtube]Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.