Tónlistarmaðurinn og töffarinn Lenny Kravitz er búin að gera það gott í tónlistinni í heil tuttugu ár og er nú komin með nýja plötu.
Tónlistarstíll hans er skemmtileg blanda af rokki, funk, soul, raggý og ballöðum. Fyrir utan að vera hæfileikaríkur söngvari þá er hann einnig tónsmiður, spilar á flest hljóðfæri, upptökustjóri í hljóðveri og skipuleggjandi. Til að toppa þetta allt saman þá er hann aðalsöngvari og syngur einnig bakraddir.
Black and white er nýjasta efnið sem Lenny Kravitz sendir frá sér, kemur á markað í ágúst en á henni spilar hann á flest alla gítarana, bassa, trommur og hljómborð.
Í þessu stórskemmtilega myndbandi sem heitir Stand, leikur Lenny Kravitz þrjár mjög ólíkar persónur, hann er þáttastjórnandi í leikjaþætti, söngvari og trommarinn í hljómsveitinni sem spilar á settinu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ada3vv-YF_4[/youtube]
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.