Hljómsveitin Ylja var stofnuð af vinkonunum Guðný Gígju Skjaldardóttur og Bjarteyju Sveinsdóttur fyrir þremur árum.
Stelpurnar kynntust þegar báðar voru í kór Flensborgarskóla og upp úr því fóru þær að semja saman tónlist en báðar gripu gítarana fyrir sirka fjórum árum. Smári Tarfur, sem eitt sinn spilaði m.a. með Quarashi, varð þeim svo liðsauki í fyrra en hann spilar á svokallaðan ‘slide’ gítar. Hljómsveitin vinnur að sínum fyrsta geisladisk um þessar mundir en þau hafa þegar komið fram á nokkrum tónleikum og óhætt er að spá þeim velgengni á komandi misserum.
Hér leika þau og syngja frumsamnið lag við ljóð Davíðs Stefánssonar, Konan með Sjalið.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=VZLjat5dZoE[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.