Kolfinna Kristófersdóttir fyrirsæta á hér góða takta í myndbandi við lagið Chemistry en það flytur nýlega stofnuð stúlknahljómsveit frá Brighton.
Bandið heitir Dream Wife en meðlimir þess eru af íslenskum og breskum uppruna, forsprakkinn er þó alíslenskur… heitir Rakel Mjöll og stundar nám í sjónlistum við Listaháskólann í Brighton.
Einnig syngur hún í hljómsveitinni Halleluwah en hana skipar jafnframt Sölvi Blöndal, kenndur við Quarashi.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=M2Q-ZvwCrzI[/youtube]
Í tónlistarmyndbandinu kemur fram ofurfyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sem hefur notið mikillar velgegni, þar á meðal prýtt forsíðu I-D tímaritsins, verið á síðum Vogue og gengið pallana hjá helstu tískurisum heims.
Kolfinna var búsett í London í vetur á vegum skrifstofu hennar NEXT models.
Myndbandið er tekið upp í týpískri breskri ölstofu að nafni ‘Hand in Hand’ og um framleiðsluna sáu nemendur úr listaháskólanum.
Þekkt bresk dragdrottning að nafni Lydia L’Scabies leikur á móti Kolfinnu.
Næst á dagskrá hjá Dream Wife er að spila á tónlistarhátíðinni Dot to Dot í Bristol og síðan munu þær leggja af stað í tónleikaferðalag um Kanada í byrjun sumars.
Þær munu einnig stoppa stutt við í Bandaríkjunum, þar á meðal í New York. Stefnt er á að spila í Reykjavík í lok sumars.
Í síðasta mánuði gáfu þær út netútgáfu af smáskífu að nafni The Pom Pom EP en Þorbjörn Kolbrúnarson tónlistarmaður, sem hefur verið búsettur í London undanfarin ár, sá um hljóðvinnslu.
Hægt er að nálgast hana á http://dreamwife.bandcamp.com
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.