Margir muna eflaust eftir Keren Ann þegar hún var í dúett með Barða “BangGang” og þau kölluðu sig Lady & Bird. Þau gáfu út diskinn “La ballad of Lady & Bird” árið 2009 við ágætis móttökur.
Sjálf var ég ekkert sérstaklega hrifin af þessarri tónlist og tók í raun ekkert eftir Keren Ann fyrr en nýlega að lag hennar “My name is trouble” kom út.
Verð að viðurkenna að ég ruglaði Keren Ann saman við Karen O söngkonu Yeah Yeah Yeahs og hélt að sú síðarnefnda væri komin með sóló-plötu.
Keren Ann er nefnilega búin að taka ímynd sína rækilega í gegn og lítur ekki lengur út eins og allar hinar hippalegu-rokk- þjóðlagasöngkonurnar.
Keren skartar nýrri klippingu og stíl og er nokkuð flott, óheppilegt fyrir hana þó að nú er hún alveg eins og hún Karen O. Sjáið þið muninn?
Engu að síður finnst mér lagið “My name is trouble” alveg frábært og textinn meiriháttar, ætla að kynna mér hin lögin á nýja disknum..
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=R-0Qx8HwlW4[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.