Kelly Rowland er fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar/sönghópsins Destisny´s Child, en þess má geta að hún og Beyonce eru þær einu sem voru alla tíð í sönghópnum. Hópurinn samanstóð stundum af fjórum eða fimm meðlimum og endaði sem tríó.
Mér hefur alltaf fundist hún hafa staðið svolítið í skugganum af Beyonce og ekki fengið nógu mikið hól fyrir sönghæfileika sína, en hún er sko með rödd þessi flotta söngkona!
Hún er 31 árs á þessu ári og síðan Destiny‘s Child hætti hefur hún sko alls ekki setið við sundlaugarbakkann og sötrað kokteila. Hún hefur meðal annars verið dómari í The X Factor í Bretlandi, leikið aukahlutverk í kvikmyndum, komið fram í sjónvarpsþáttum og unnið með mörgum röppurum og einnig hefur hún átt gott samstarf með franska plötusnúðnum David Guetta.Lag þeirra „When Love Takes Over“ naut mikilla vinsælda árið 2010 og komst í efsta sæti á nokkrum vinsældarlistum.
Kelly er hörkukroppur. Hún var á sínum tíma mikið gagnrýnd þegar hún ákvað að láta fylla í brjóstin sín, en hún svaraði gagnrýninni á þann veg að henni liði mun betur og fyndist hún loksins vera komin með kvenlegar línur.
Hún hefur ekki náð sömu hæðum og stallsystir sín hún Beyonce á vegum tónlistarinnar þó þær verði án efa alltaf bornar saman. Tónlist þeirra er keimlík en samt ekki. Þær syngja báðar RNB en Kelly er mun meira í danstónlist á meðan Beyonce syngur ballöður eins og henni einni er lagið.
Ég mæli með því að þú fylgist með þessari fögru snót í náinni framtíð, það er að segja ef þú hefur ekki þegar gert það.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig