Ég hef séð endalaust mörg tónlistarmyndbönd á Youtube en ekkert held ég að hafi slegið jafn mikið í gegn hjá mér, privat og persónulega, og hún Julia vinkona okkar Nunes með ukulele-ið sitt og cover útgáfuna af Survivor.
Lagið er algjör dásemd, sérlega fyrir þær sem hafa hætt hundfúlum, innantómum samböndum og samskiptum og komið margfalt sterkari og hamingjusamari til baka. Slíka hamingju er svo ljómandi tilvalið að túlka með smá töffaraskap og ukulele spili gleðinnar.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=U-lt3vVA-4I[/youtube]
Julia Nunes er fædd 1989 og er með þeim fyrstu sem slógu í gegn á Youtube og hófu stjörnuferil sinn eftir það en þetta myndband setur hún inn árið 2007. Hér er svo Youtube rásin hennar í dag.
Dásamleg stelpa!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.