Jessie J er lítið þekkt hér á landi. Hún er ung bresk stúlka á mjög hraðri uppleið. Hún er nú þegar orðin mjög stór í Bretlandi.
Jessie er ekki bara ótrúleg söngkona heldur gullfalleg og algjör töffari líka. Ég elska klippinguna hennar og make-upið. Minnir svolítið á nýtísku-Kleópötru.
Ég held að innan skamms verði Jessie orðin stærri en Rihanna. Jesse er með sinn eigin stíl, töff og óhrædd við að fara sínar eigin leiðir, samt tekst henni að vera jarðbundin.
Ég sá fyrst myndband með henni sem einhver setti á facebook. Myndbandi við lagið “Do it like a dude”. Lagið er grípandi danslag og myndbandið ögrandi og skemmtilegt. Varð strax mjög hrifin af þessu lagi.
Ég varð hinsvegar ástfangin af Jessie J þegar ég sá myndband af henni syngja í neðanjarðarlest New York borgar. Þar sýnir hún hjartnæman flutning fyrir gangandi vegfarendur. Ég er ekki frá því að hún sé betri söngkona live en í stúdíói.
Hér má sjá bæði myndböndin:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=pOf3kYtwASo[/youtube]
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=CO8l70AZTe0[/youtube]
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.