Eins og flestir vita rekja bæði Lady Gaga og Madonna listrænar ættir sínar til listasenunnar í New York og það sama á við um Nomi Ruiz, söngkonu hljómsveitarinnar Jessica 6 sem á sívaxandi vinsældum að fagna í trendsettaraborginni miklu.
Í nýjasta hefti V- Magazine er viðtal við dömuna sem tekur nú dans og diskósenu borgarinnar með trompi. Þar talar hún meðal annars um kynverund sína – en Nomi var eitt sinn strákur.
Í viðtalinu segir hún það m.a hafa komið sér á óvart hvað fólk varð allt í einu almenninlegt við hana þegar hún umbreytti sér í þessa kynþokkafullu diskódívu sem hún er í dag.
Allt í einu fór fólk að gefa mér allskonar fallega hluti og karlmenn buðust til að borga kaffið mitt.
Sætt 🙂
Hér er flott lag með Nomi og hljómsveit hennar Jessica 6. Lagið heitir White Horse en það sem sönglar í kollinum á mér er bara Let me see you daaaance…
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Xmasc87IdPs[/youtube]
Hér er svo eldra lag sem Nomi syngur ásamt Hercules and Love affair og bakraddirnar tekur enginn annar en Antony vinur okkar kenndur við Johnsons.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=p4x9XrMRjgQ[/youtube]Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.