Fólk rífur sig gjarnan í gang í desember og er duglegra í ræktinni en ella….
…Þá er nauðsynlegt að vera með góðan lagalista á reiðum höndum. Hérna kemur lagalisti sem hentar vel í ræktina en tónlistin í ræktinni hefur gríðarlega mikil áhrif á stuð og stemmningu eins og við könnumst flest við.
- Ben Pearce- What I Might Do: Þetta er fínt í upphitun, kemur manni í stuðið.
- Britney Spears- Work Bitch: Eins og hún Britta okkar segir: „ You want a hot body? Your better work bitch.“ það er bara þannig.
- Duke Dumont- The Giver: Pepp lag ársins!
- Jon Hopkins- Open Eye Signal: Þú kemst í ham á hlaupabrettinu.
- Disclosure- White Noise: Tilvalið á hlaupabrettið.
- Lady Gaga- Applause: Gaga verður að fá að vera með. Girl power!
- Pharrell Williams- Happy: Þú ert ekkert að fara að deyja úr leiðindum með þennan hressleika í eyrunum.
- Solange- Some Things Never Seem to Fu**ing Work: Af því bara.
- Breakbot- Baby Im Yours: Það er fílingur í þessu.
- Bankhead ft. Kelela- Bank Head: Mjög svalt!
- Lorde- Tennis Court: Og náum okkur niður…
- James Blake- Retrograde: Hentugt í teygjurnar.
Þessi lagalisti inniheldur 12 lög og ætti að gera um 54 mínútur. Einn, tveir og af stað! Ég mæli með að notast við Spotify til að útbúa til lagalista.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=BwXQ5_NneYs[/youtube]
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.