Á opnunartónleikum Hörpunnar á föstudaginn síðastliðinn gerðust undur og stórmerki…Urður og Daníel úr GusGus og Högni úr Hjaltalín stilltu strengi sína saman í nýju lagi GusGus, “Within you”.
Högni með sitt hljóðfæri og GusGus…jaaa að vera GusGus, þarf ekkert að ræða það frekar. Þarna fóru fram einhverskonar töfar.
Þvílíkt show!
Svo gaman að heyra í silkimjúkri rödd Urðar aftur. Þetta er kokteill sem gæti ekki farið illa. GusGus spilaði nýtt efni í bland við gamallt og gott á þessum tónleikum. Bíð spennt eftir að fá áttundu plötu GusGus í hendurnar, Arabian Horse, og ennþá spenntari er ég fyrir life tónleikum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=M80TrgxCS4M[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.