7 frábærar ástæður til að hlusta meira á klassíska tónlist!

7 frábærar ástæður til að hlusta meira á klassíska tónlist!

Það er sífellt að vera meira viðurkennt að mikil tenging er á milli andlegrar og líkamlegrar heilsu og það liggur augum uppi hversu mikil tenging er á milli andlegrar og líkamlegrar heilsu þegar við veltum fyrir okkur hvernig líkaminn bregst við tilfinningum á borð við reiði, hræðslu og sorg.

Tónlist hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi og við þekkjum flest þau áhrif sem tónlist getur haft á líðan okkar. Ég hef gert það að minni morgunrútínu að setja á tónlist þegar ég vakna og oft geri ég það upp í rúmi áður en ég fer fram úr. Gef mér nokkrar mínútur í rúminu áður en ég fer af stað út í daginn. Suma daga set ég á hressa tónlist sem vekur mig vel, aðra daga set ég á fallega rólega tónlist eða klassíska tónlist og í morgun setti ég á tíu mínútna hugleiðslutónlist.

Klassísk tónlist er frábær, ég er nýlega farin að meta hana meira og nota hana oft þegar ég er að læra. Set hana líka á þegar strákurinn minn er að dunda sér, ég setti hana á í gær þegar við vorum að mála til dæmis sem mér finnst láta honum líða betur.

Það er heldur ekki bara ímyndun í mér en ég ákvað að skoða hvað gerist hjá okkur þegar við hlustum á klassíska tónlist því margar rannsóknir hafa verið gerðar um það. Klassísk tónlist er frábær, ég er nýlega farin að meta hana meira og nota hana oft þegar ég er að læra. Set hana líka á þegar strákurinn minn er að dunda sér, ég setti hana á í gær þegar við vorum að mála til dæmis sem mér finnst láta honum líða betur.

Flestir hafa heyrt um það að klassísk tónlist hjálpar við að minnka stress og streitu, auk þess að hafa góð áhrif á okkur andlega, bæði þegar við erum að læra og einbeita okkur. En það eru ekki bara andleg áhrif því jákvæð líkamleg áhrif koma einnig fram. Það er sífellt að vera meira viðurkennt að mikil tenging er á milli andlegrar og líkamlegrar heilsu og það liggur augum uppi hversu mikil tenging er á milli andlegrar og líkamlegrar heilsu þegar við veltum fyrir okkur hvernig líkaminn bregst við tilfinningum á borð við reiði, hræðslu og sorg.

Eftirfarandi eru sjö frábærar ástæður til að hlusta svolítið meira á góða tónlist:

1. Betri svefn!

Nýleg ungversk rannsókn leiddi í ljós að ef þú hlustar á 45 mínútur af klassískri tónlist á dag þá getur það hjálpað þér við að sofna á kvöldin. Að liggja andvaka getur verið erfitt og hvers vegna ekki að prófa að setja á friðsamlega tónlist og sjá hvað gerist?

2. Mozart effect – hærri greindarvísitala

Önnur rannsókn frá 1993 sýndi að þegar hlustað var á klassíska tónlist hækkaði greindarvísitalan hjá fólki! Hvernig sem það er mögulegt þá er ekki vitlaust að setja á klassíska tónlist á hverjum degi ef það reynist rétt! Þó má taka þessu með fyrirvara. En hvort sem áhrifin eru tímabundin eða ekki þá er hægt að spila hana á meðan við þurfum að einbeita okkur!

3. Þú finnur enn meira fyrir ástinni

Árið 2001 var gerð rannsókn sem sýndi að klássísk tónlist hefur áhrif á tilfinningarnar okkar – auk þess sýndi rannsóknin að þau sem hlusta á klassíska tónlist verða tilfinningalega opnari og eiga auðveldara með að tjá sig.

4. Góð áhrif á blóðþrýstinginn

Ekki nóg með að þú verður gáfaðari, ástríkari og sefur meira þá hjálpar klassíkin til við að lækka blóðþrýstinginn. Árið 2004 var gerð rannsókn í Bandaríkjunum sem sýndi að eftir að fólk með háan blóðþrýsting hlustaði á klassíska tónlist þá varð blóðþrýstingur þeirra lægri.

5. Óléttar konur og betri líðan

Þá kom út ritrýnd grein um óléttar konur og áhrif tónlistar á þær: Ef óléttar konur hlusta á klassíska tónlist þá minnkar stress, kvíði og þunglyndi hjá þeim, sem er jú ekkert nema jákvætt og gott fyrir barnið. Ætli það fæðist ekki með hærri greindarvísitölu líka?

6. Góð áhrif gegn þunglyndi og sársauka

Það var gerð rannsókn í Glasgow þar sem kom fram að hvers konar tónlist hefur ólík áhrif á tilfinningar okkar en klassísk tónlist reyndist hafa sérlega góð áhrif á tilfinningalegar og sársauka.

7. Meira skapandi og sáttari við sjálfan þig

Í Edinborg var gerð rannsókn á hvorki meira né minna en 36.000 tónlistaraðdáendum. Sú rannsókn leiddi í ljós að þeir sem hlusta á klassíska tónlist voru almennt meira skapandi og sáttari með sjálfan sig. Hvort eggið eða hænan kom á undan má örugglega deila um.

music_baby

Við ættum líka að láta eða hvetja börnin okkar til þess að hlusta á klassíska tónlist samkvæmt rannsóknum.

Ég fór nýlega að skoða skóla hér á Spáni fyrir son minn sem er að verða þriggja ára.

Kerfið hér er aðeins öðruvísi og það hræddi mig að setja hann í skóla svo ungan, en mikið þótti mér gaman þegar ég fann draumaskólann fyrir okkur.

Ég hef margt fallegt um þennan skóla að segja en í tengslum við þessa umræðu þá labbaði ég inn í skólastofuna hjá einum bekknum og þar var einmitt klassísk tónlist í gangi á meðan krakkarnir lituðu og mikil ró var yfir öllum. Þetta gladdi mig að sjá og ég furðaði mig á því hvers vegna þetta væri ekki siður í öllum skólum.

Rannsóknir sýna líka að hvers konar tónlist hefur góð áhrif ef hún höfðar til okkar og örvun hugans er það sem skiptir svo miklu máli – Hvers vegna ekki að prófa?!

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest