Diego Stocco er tónlistarmaður sem heyrir tónlist í öllum hlutum úr umhverfinu. Hann hefur því spilað á óvenjulega hluti og tekur upp frumsaminn lög sem hann spilar meðal annars á trén í garðinum sínum.
Hér er Diego Stocco staddur í efnalaug sem er nærri heimili hans og hann gengur framhjá daglega. Hann segist hafa heyrt svo óvanalega hljóma úr vélum í efnalauginni þannig að einn dag þá einfaldlega vatt hann sér inn og spurði eigendur hvort hann mætti ekki spila á vinnuvélarnar og hljóðrita eins og eitt lag.
Hann notaði meðal annars gufuvélar, straujárn, fatapressu og þvottavél til að skapa tónlistina.
[vimeo]http://vimeo.com/29273575[/vimeo]
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.