Ekki það að disco verði eitthvað ákveðið föstudags þema, er engu að síður önnur disco stjarna sem vert bera að vekja athygli á og það er Andrea True.
Andrea Marie Trude betur þekkt sem Andrea True fædd 26. júlí 1943 í Nashville, Tennessee. Hún kom til New York sem unglingur með stjörnur í augunum og ætlaði að gerast leikkona. Ekki fór það alveg sem skyldi og í örvæntingarfullri leit að vinnu bauðst henni tækifæri í fullorðins kvikmyndabransanum. Gekk hún undir ýmsum nöfnum þar á meðal “Inger Kissin”, “Singe Low” og “Sandra Lips” og ekki leið á löngu áður en hún var orðin að “kanónu” í bransanum og skildi eftir sig um 50 klámmyndir.
Gjaldeyrishöftin góðu
Þegar Andrea var upp á sitt besta var hún fengin til að leika í auglýsingu fyrir fasteignafyrirtæki á Jamaica. Fyrir það fékk hún dágóðan skilding og er hún ætlaði að gera sig ferðbúna heim til New York kom upp pólitísk ólga í landinu. Það hafði í för með sér að engin fékk að fara úr landinu með ríkisdali.
Andrea með fulla vasa fjár dó ekki ráðalaus og hringdi til New York í vin sinn Gregg Diamond, ( þekktur hljómsveitar & upptökustjóri), og bað hann um að koma til Jamaica og taka upp með sér plötu sem hún myndi alfarið borga sjálf. Útkoman úr því samstarfi varð stórsmellurinn “More More More” með Andrea True Connection.
Úr klámi í diskó
Andrea, þá komin með “toppnóg” af kláminu, tók nýja ferlinum fagnandi og ekki að ástæðulausu því þetta lag tróndi á toppi hinna ýmsu vinsældar lista um allan heim og gerði hana að stjörnu. Snemma 1977 gaf Andrea út annað lag “You Got Me Dancing” sem varð hennar annar stærsti smellur. Í Bretlandi átti hún annað vinsælt lag “Whats your name, Whats your number” en þess má geta að gítarleikari “Kiss” Bruce Kulick spilaði inn á báðar plöturnar hennar.
Rokkið ekki að gera sig
Þriðja plata Andreu kom út á níunda áratugnum og varð hennar síðasta framlag til tónlistarheimsins. Diskótímabilið var búið og til að aðlagast gerði hún rokk plötu. Það reyndist ekki vera heillaspor og eftir það tók hún hljóðneman úr sambandi og snéri sér að öðru. Andrea reyndi aftur fyrir sér í klámbransanum en verandi komin yfir fertugt var fátt um fína drætti. Ekki var á það bætandi að bólgur komu á raddböndin sem gerði það að verkum að hún gat ekki sungið meir.
Það fór ekki mikið fyrir Andreu eftir þetta. Hún fluttist til Flórida. Gerðist spákona og starfaði sem ráðgjafi fyrir fíkla. Ekki það að peningar hafi verið áhyggjefni þar sem hún lifði að stefgjöldum frá gömlu smellunum til síðasta dags. Andrea lést svo 7. nóvember í fyrra…
Eftir situr goðsögn klámstjörnu og diskó drottningar sem aldrei dó ráðarlaus… Andreu True.
____________________________________________________________
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=RlJGrIyt-X8&feature=youtu.be[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.