Breska söngkonan Adele er fædd þann 5.maí 1988. Hún er ung að árum þessi flotta söngkona og sönghöfundur, en fullt nafn hennar er Adele Laurie Blue Adkins.
Adele uppgötvaðist á Myspace þegar vinur hennar setti inn myndband af henni að syngja. Þá fóru hjólin virkilega að snúast, hún hefur unnið til fjölda margra verðlauna bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og nú nýlega vann hún til sex Grammy verðlauna fyrir plötuna sína 21.
Hún hefur gefið út tvær plötur, 19 og 21, en nöfn þeirra koma frá aldri hennar þegar þær voru gefnar út.
21 fjallar aðallega um ástarsorg sem hún upplifði og tjáir með tónlistinni, einstaklega djúp lög sem snerta eflaust við mörgum.
Adele varð fræg í Bandaríkjunum eftir að hún kom fram og söng “live” í Saturday Night Live. Bandaríkjamenn féllu þá kylliflatir fyrir þessari fallegu rödd en hún var þegar þekkt í Bretlandi. Söngkkonan fór í hálsaðgerð í fyrra en hún sagði í sjónvarpsviðtali að það væri í raun og veru ekki söngnum að kenna hvernig röddin væri heldur hvernig hún talaði. Hún talar mjög mikið og þegar hún talar þá beitir hún röddini vitlaust. Einnig eru reykingarnar stór þáttur í hálseymslunum en Adele segist hafa kviðið meira fyrir því að þurfa að hætta að reykja heldur en aðgerðinni sjálfri.
Hún klæðist alltaf svörtu þegar hún kemur fram, segir sig vera gamla sál og eru hár hennar og förðun alltaf upp á tíu við alls kyns samkonur. Alveg einstaklega smart og virðist alltaf hitta naglann á höfuðið í kjólavali en Adele þykir vera stelpa í “stórri” stærð samkvæmt Hollyvúdd viðmiðum.
Eftir Grammy verðlaunahátíðina nú í febrúar tilkynnti hún að hún ætlaði að taka sér fimm ára hlé frá tónlistinni til þess að sinna nýja kærastanum betur, því hún hefur alltaf vanrækt ástina og fengið það í bakið seinna með sárri ástarsorg, hún segist elska að elda og að auki svakaleg í rúminu, jahá!
Við skulum vona að þessi hæfileikaríkasöngkona hverfi ekki af sjónarspilinu í fimm ár eins og hún ætlar sér því það væri sannkallaður missir fyrir okkur hin að fá ekki að njóta tónlistarinnar hennar áfram.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qemWRToNYJY[/youtube]
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig