Bjarni Arason er vel þekktur hér á landi fyrir sína dásamlegu látúnsbarkarödd.
Bjarni er fæddur 1971 og hefur sungið síðan hann vann Látúnsbarkakeppni Stuðumanna árið 1987.
Sigurlaunin voru meðal annars plötusamningur og hefur Bjarni sungið sig inn í hjörtu landsmanna eftir það.
Fjölmargar sólóplötur og samstarfsplötur komu í kjölfarið og að ónefndu allar safnplöturnar og styrktarplöturnar sem Bjarni hefur sungið inn á í gegnum árin en yfir 70 lög hafa verið gefin út þar sem Bjarni ljáir þeim rödd sína.
ELVIS GOSPEL SÖNGVAR
Nú er hann að gefa út nýja plötu í anda Elvis Gospel og verður hann með útgáfutónleika þann 15 og 16 nóvember n.k.
Uppselt var á þrenna tónleika sem hann hélt í fyrra og fékk hann mikið lof fyrir góða tónleika og frábæra skemmtun!
Tónleikarnir verða haldnir í Guðríðarkirkju klukkan 20:30 og mun Bjarni syngja trúarsöngva Elvis Presley.
Svo nú er um að gera að skella sér á góða tónleika hjá flottum söngvara. Miðar fást hjá www.midi.is tja..eða ná sér í eins og eina plötu í jólapakkann!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.