Í Menningarmiðstöðinni Mengi verður heldur betur stemmari næstu daga en þar má upplifa allskonar módern væb af ýmsu tagi en aðallega tónlist…
Í kvöld, miðvikudaginn 8.júní 2022 mætir Benni Hemm Hemm með hljómsveit sína The Melting Diamond Band af tilefni þriðju útgáfu þeirra á vegum Mengi Records. Þau lofa miklu stuði!
Nýgræðingurinn Alfreð Drexler kemur fram á fimmtudagskvöld og flytur tónlist af fyrstu plötu sinni, Drexler’s Lab og bíður upp á glæsilega dagskrá af því tilefni.
Tekið verður á móti pólskum listamönnum á föstudag þar sem sjónleikar og tónleikar mætast á þessum metnaðarfulla samstarfsviðburði Fabryka Sztuki í Lodz, Póllandi og Sláturhússins á Egilsstöðum. Ókeypis aðgangur!
Laugardaginn 4. júní fagnar hljómsveitin Múrarar útgáfu annarrar vínilplötu sinnar og fer með gesti Mengis í ferðalag til Evrópu. Nánar…
MIÐVIKUDAGINN 8. JÚNÍ KL. 21
Útgáfutónleikar Benna Hemm Hemm & the Melting Diamond Band
Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band gefur út þriðju breiðskífu sína í samstarfi við Mengi Records miðvikudaginn 8. júní. Platan ber titilinn Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III og inniheldur 3 áður óútgefin verk. Platan kemur út á stafrænu formi og á vínil en einnig eru gefin út vídeóverk með öllum tónverkunum.
Húsið opnar 20:30 | Miðaverð 2.500 kr
FIMMTUDAGINN 9. JÚNÍ KL. 19
Drexler’s Lab | Útgáfutónleikar Alfreðs Drexler
Alfreð Drexler kynnir „Drexler’s Lab“, væntanlega frumraun sína í Mengi fimmtudaginn 9. júní. Platan verður gefin út stafrænt á öllum streymisveitum daginn eftir, þann 10. júní hjá nýrri spennandi útgáfu sem kallast Heavy Knife Records.
Á þessu guðanna kvöldi verður Alfreð Drexler á sviði með tónlistarmönnunum Atla Steini Bjarnasyni á trommur, Jóni Loga Pálmasyni á kontrabassa og Kristberg Gunnarssyni á gítar.
Sjónræni hluti kvöldsins er í höndum myndlistamannsins Vikram Pradhan.
DJ Slakur mun þeyta skífum frá klukkan 19 og Alfreð Drexler stígur á svið strax á eftir honum klukkan 20.
Húsið opnar kl. 18:30
2000 kr. aðgangseyrir.
FÖSTUDAGINN 10. JÚNÍ KL. 20
Klukkutíma langir tónleikar – taktviss blanda hljóðs og sjónrænnar upplifunar.
Pólska duóið Render býður upp á óhefðbunda og leyndardómsfulla raf-upplifun í Mengi þann 10.júní. Dúóið er sprottið upp úr hljóð- og vídjólistahópnum Distort Visual og eru tónleikarnir í Mengi hluti af pólsk-íslenska samstarfsverkefninu Act In_Out.
Samstarfsverkefni Sláturhússins við Fabryka Sztuki í Póllandi.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin!
Húsið opnar 19:30
LAUGARDAGINN 11. JÚNÍ KL. 21
Múrarar | Útgáfutónleikar
Hljómsveitin Múrarar fagnar útgáfu annarrar stuttskífu sinnar, Evrópulög, með tónleikum í Mengi þann 11. júní. Vínillinn verður til sölu á tónleikunum.
Múrarar steypa að eigin sögn tregablandið euro-centric/classical-scandi-jazz-techno.
Fram koma:
Gunnar Gunnsteinsson á hljómborð
Gunnar Örn Egilsson á rafgítar
Helgi Rúnar Heiðarsson á saxófón
Kári Einarsson á rafbassa
Úlfur Alexander Einarsson á rafgítar
Húsið opnar kl. 20:30
Miðaverð er 2.500 krónur.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.