
Tonic Body Oil er ein af vörum L’OCCITANE sem sýnir það og sannar hversu mikil gæðavara merkið er.
Tonic Body Oil er olía sem kemur í flottir 100 ml glerflösku. Olían inniheldur kraftmikla blöndu af innihaldsefnum sem hjálpa til við að grenna líkamann, næra húðina og vinna á appelsínuhúð.
Uppistaða formúlunnar er möndluolía blönduð saman við kísilafleiður. Það sem þessi blanda gerir er að hún nærir, sléttir og stinnir húðina svo líkaminn virðist stæltari og stinnari.
Klínískar niðurstöður á 25 konum sýndu að húð þeirra varð 33% stinnari eftir 28 daga notkun.
Rannsókn á virkni olíunnar á appelsínuhúð sýndi einnig að 61% af 31 konum sáu sýnilegan árangur þ.e. appelsínuhúð þeirra hafði minnkað.
Hvað mig varðar finnst mér þessi þurrolía ómissandi í minni daglegu baðrútínu.
Hún veitir mikinn raka og smýgur hratt inn í húðina og ekki skemmir fyrir að ilmurinn af henni er æðislegur. Þá finn ég einnig að húðin stinnist á þessum „slöppu“ svæðum.
Ég gef Tonic Body Oil fimm stjörnur af fimm og mun hiklaust taka hana með í sumarfríið! Hún er dásemd!
[usr 5]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.